Skilmálar

Raftækjavinnustofa Sigurjóns Guðmundssonar ehf, kt. 490376-0389 Vsk.nr. 08049

Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi. 

Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda á vefversluninni gardaljos.is.

Eftirfarandi skilmálar gilda um öll þau viðskipti sem eiga sér stað í gegnum vefverslunina gardaljos.is

Pöntun vöru

Varan inniheldur leigu á raflýstum krossi eða 5 peru seríu, uppsetningu og eftilit með lýsingu.

Seljandi sendir kaupanda staðfestingu á pöntun á það netfang sem kaupandi hefur gefið upp vegna viðskiptanna.

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á gardaljos.is þá telst hún skuldbindandi fyrir hann.

Greiðsla

Viðskipti á gardaljos.is eru greidd með greiðslukortum (Mastercard og Visa). Öll uppgefin verð eru með VSK (24%) inniföldum. Greiðslan fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd Europe hf. Ef greiðsla berst ekki áskilur seljandi sér rétt til að falla frá viðskiptum.

Afhendingartími vöru

Þegar greiðsla hefur borist telst pöntunin staðfest og frá þeim tíma geta liðið þrír virkir dagar þar til að lýsingin er sett upp, að því gefnu að veður hamli ekki uppsetningu.
Kaupandi ber ábyrgð á því að fylla út réttar upplýsingar á greiðslusíðu, þ.á.m nafn á tilteknu leiði.

Fyrirvari um réttar upplýsingar

Þær upplýsingar sem eru birtar á gardaljos.is eru með fyrirvara um innsláttarvillur, birgðastöðu og verðbreytingar. Seljandi áskilur sér rétt til að falla frá viðskiptum í heild eða að hluta ef rangt verð er skráð á vöru, hún er uppseld eða innkaupaverð hennar hefur hækkað.

Trúnaður

Gardaljos.is heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Við notum þær persónuupplýsingar sem þú veitir til að afgreiða pöntunina og í þeim tilgangi sem nánar er gerð grein fyrir í persónuverndarstefnu okkar.

Lögsaga og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi til ágreiningur á milli gardaljos.is og seljanda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Upplýsingar um seljanda

Nafn:  Raftækjavinnustofa Sigurjóns Guðmundssonar ehf

Heimilisfang: Dalshraun 18

Sími:  694-2880

Netfang: gardaljos@gmail.com

Kennitala: 490376-0389

Vsk. númer. 08049

Félagið er skráð hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.

Shopping Cart
Scroll to Top